*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 13. september 2018 16:30

Spá 3,5% verðbólgu í lok árs

Arion banki hækkar skammtímaspá sína um þróun vísitölu neysluverðs. Fargjöld lækka um fimmtung en húsnæði hækkar hægar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Greiningardeild Arion banka spáir 3,5% verðbólgu í lok ársins, sem er hækkun um hálft prósentustig frá hagspá bankans frá því í byrjun ágústmánaðar. Ástæðan er að íslenska krónan hefur gefið hraðar eftir og fyrr en bankinn spáði, þó hann taki fram að spáin nú sé gerð í mikilli fréttaviku sem gæti litast um of af skammtímasveiflum.

Gengisvísitala krónunnar hefur veikst um 5,9% frá því fyrri spáin var gerð, og ef sú veiking helst mun verðbólgan nema áðurnefndum 3,5%, en hún gæti minnkað í 3,1% í lok ársins ef krónan styrkist á ný í sama gildi og var í byrjun ágústmánaðar.

Þessa dagana, eða frá 10, til 14. september mælir Hagstofa íslands vísitölu neysluverðs en mælingin verður birt miðviudaginn 27. september eins og Greiningardeildin bendir á.

Flugfargjöld virðast að mati bankans vera veigamesti áhrifaliðinn á verðbólguna í mánuðinum, þrátt fyrir lítið beint vægi, vegna mikillar sveiflu. Segja þeir að lækkun flugfargjalda nemi rúmlega 20% í mánuðinum. Á sama tíma virðist fasteignaverð vera að hækka minna en aðrar vörur hækki meira en misserin á undan. Þannig hafi verð á húsgögnum og fatnaði hækkað meira en vænst var, m.a. vegna 4% hækkunar IKEA, sem hafi verið fyrsta verðhækkunin í dágóðan tíma.

Á sama tíma hafi bensínverð hækkað um 1,1%, en greiningardeildin bendir á að veiking krónunnar hafi verið minni gagnvart Bandaríkjadal heldur en evrunni, en olíuviðskipti fara fram í fyrrnefnda gjaldmiðlinum og því heildaráhrifin minni.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim