*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 15. ágúst 2017 18:48

Spá 6,4% árshagvexti í Kína

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur Kínverja til að horfast í augu við mikla skuldsetningu landsins.

Ritstjórn
epa

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hækkað hagvaxtarspá sína fyrir Kína. Gerir sjóðurinn ráð fyrir því að kínverska hagkerfið muni vaxa um 6,4% á ársgrundvelli á næstu fjórum árum. Er þetta hækkun upp á 0,4 prósentustig frá spá sjóðsins í fyrra þegar gert var ráð fyrir vexti upp á 6% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í frétt á vef Bloomberg.

Á sama tíma og gert er ráð fyrir meiri hagvexti enn í fyrri spá gerir sjóðurinn ráð fyrir því að heildarskuldir landsins muni nema um 300% af vergri landsframleiðslu árið 2022. Á síðasta ári námu heildarskuldir landsins 242% af vergri landsframleiðslu. 

Forseti Kína Xi Jinping hefur á undanförnum misserum sett þrýsting á fjármálaeftirlitsaðila þar í landi um að takast á við miklar lántökur ríkisfyrirtækja. Hefur hann látið hafa það eftir sér að verkefnið við að vinda ofan af skuldsetningu þeirra sé „forgangsmál allra forgangsmála." 

Í frétt Bloomberg er bent á að ef binda eigi enda á „skuldafíkn" landsins þurfi að grípa til raunverulegra aðgerða. Fela þær meðala annars í sér að fyrirtækjum verði leyft að fara í gjaldþrot og að breytingar verði gerðar á því hvernig fjármagni sé úthlutað.

Í spá AGS segir að nú þegar mikill hagvöxtur sé til staðar sé tími til að taka til aðgerða varðandi skuldsetningu. „Auka þarf aðgerðir til að tryggja stöðugleika til meðallangs tíma og takast á við þá áhættu sem fylgir núverandi stefnu hagkerfisins." 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim