Hagfræðideild Landsbankans væntir þess að á þriðja ársfjórðungi aukist hagnaður ýmissa stórra fyrirtækja. Um málið er fjallað í Fréttablaðinu .

Deildin spáir því að afkoma Icelandair verði svipuð, en að hagnaður tryggingafélaganna dragist saman. Hagfræðideild Landsbankans telur líklegt að rekstrarafkoma Icelandair verði svipuð á sama fjórðungi í fyrra. Þó spáir bankinn neikvæðri þróun ytri þátta og þá sér í lagi styrki krónunnar valdi því að afkoma fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi verði lakari en í fyrra. Ef að spá bankans eftir verður EBIDTA ársins 214 milljónir dollara.

Spá auknum hagnaði hjá Marel

Talið er líklegt að hagnaður Marel komi til með að aukast milli ársfjórðunga. Á fyrsta helmingi ársins lækkaði pro forma tekjur um 1,3% og gæti svipað verið uppi á teningnum á þriðja ársfjórðungi. Ytri vöxtur fyrirtækisins mun þó líklega skila 20 prósent texjuvexti.

Líklegt að hagnaður tryggingafélaganna lækki

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hagræðingaraðgerðir Símans muni hafa jákvæð áhrif en að fyrirtækið komi ekki til með að enda árið innan þess bils sem stjórnendur gerðu ráð fyrir. Sala fyrirtækisins mun líklega aukast að mati deildarinnar en sala fyrirtækjanna Talenta og Staka Automation, er meginskýring aukins hagnaðar hjá Símanum.

Deildin telur líklegt að hagnaður hjá tryggingarfélögunum minnki eftir skatt, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra.