Nate Silver skaust upp á frægðarhimininn eftir að hafa spáð rétt fyrir um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2008 í 49 fylkjum af 50. Það var árið sem að Barack Obama vann sinn fyrsta sigur í forsetakosningum. Silver er stjórnandi síðunnar FiveThirtyEight. Silver spáði einnig rétt fyrir um úrslit allra ríkja í kosningunum 2012. En hvernig ætli takist til þetta árið?

FiveThirtyEight spáir Hillary Clinton, forsetaframbjóðenda Demókrata sigri í kosningunum. Að mati vefsíðunnar eru 71,4 prósent líkur á því að hún sigri kosningarnar en að einungis 28,6 prósent líkur á því að Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repbúblikana vinni. Spá síðunnar byggir á líkum þess að hvor frambjóðandi vinni í hverju fylki fyirir sig og svo eru niðurstöðurnar teknar saman. Spáin var síðast uppfærð fyrir fjórum klukkustundum og byggir á stóru safni skoðanakannana.

Helstu óvissuþættirnir að mati Silver eru þeir að kannanirnar gætu flöktað og haft rangt fyrir sér. Einnig er hlutfall óákveðinna talsvert hærra en það hefur áður verið. Í þriðja lagi bendir Silver á að kjósendur Clinton sem eru helst til háskólamenntað fólk og fólk af rómönskum-amerískum uppruna séu ekki í svokölluðum „swing-states,“ sem að skipta langsamlega mestu máli í kosningum sem þessum.

Fyrir áhugasama er hægt að lesa ítarlega greiningu Silver's hér . Og hægt er að sjá nýjustu spánna hér .