*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 9. febrúar 2018 15:01

Spá lækkun á árstakti verðbólgunnar

Greiningardeildir stóru bankanna þriggja spá 0,6-0,7% hækkun VNV í febrúar og þar með lækkun á árstakti verðbólgunnar.

Ritstjórn
Greiningardeildir Arion og Landsbankans spá báðar 0,7% hækkun VNV í febrúar.

Greiningardeildir Arion banka og Landsbankans eru sammála í spá sinni um verðbólgu í febrúar en þær spá 0,7% hækkun vísitölu neysluverðs í mánuðinum sem hefur í för með sér árstaktur verðbólgunnar lækkar úr 2,4% í 2,3%.

Greining Íslandsbanka er þó ekki á sama máli því hún spáir 0,6% hækkun neysluverðs í febrúar sem hefur jafnframt í för með sér að verðbólga lækkar niður í 2,2%.