Flugfarþegar í öðrum heimsálfum en Evrópu geta reiknað með því að farmiðar lækki um allt að fimm af hundraði samkvæmt spá IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga. Túristi greinir frá þessu.

Þar kemur fram að álagning evrópskra flugfélaga sé það lág að þrátt fyrir fallandi eldsneytiskostnað geti félögin varla lækkað flugfargjöldin á næsta ári. Hörð samkeppni sé ástæðan fyrir lágum fargjöldum í Evrópu og því þurfi flugfélög í álfunni að selja nokkru hærra hlutfall af sætunum um borð til þess að koma út á sléttu.