*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 12. janúar 2018 10:05

Spá lækkun vísitölu neysluverðs

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs muni lækka um 0,5% í janúar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,5% í janúar frá fyrri mánuði. Miðað við þá spá hjaðnar 12 mánaða verðbólga úr 1,9% í 1,8%.

„Verðbólguhorfur til meðallangs tíma hafa batnað lítillega á heildina litið frá síðustu spá. Ástæðurnar eru grunnáhrif og heldur hægari hækkun íbúðaverðs á spátímanum. Eftir sem áður eru horfur á að verðbólga verði í grennd við markmið Seðlabankans út árið 2019. Hagstofan birtir VNV fyrir janúar kl.9 þann 29. þessa mánaðar,“ segir í greiningu bankans.

Þá segir einnig að í janúarmælingu á vísitölu neysluverðs vegist ávallt á tveir þættir. Annars vegar komi fram lækkunaráhrif vegna útsala. Hins vegar eru í ársbyrjun hækkunaráhrif vegna hækkunar gjaldskráa veitna, hækkunar krónutöluskatta og endurskoðunar á verðskrám ýmissa þjónustuaðila. Greiningin telur að fyrrnefndu áhrifin vegi töluvert þyngra að þessu sinni, enda hafi hækkun veitugjalda og krónutölugjalda verið með hóflegra móti um nýliðin áramót.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim