Stærsti olíuútflutningsaðili heimsins hefur heldur betur fundið fyrir verðlækkunum á olíumarkaði. Konungsríkið var rekið með þó nokkrum halla í fyrra, og spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að hallinn muni fara niður fyrir 10% af vergri landsframleiðslu þetta árið.

Sádí Arabar hafa í gegnum tíðina hagnast gífurlega á olíuútflutningi og er konungshagkerfið því eitt það skuldalægsta í heimi, ef miðað er við verga landsframleiðslu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagkerfið muni vaxa um 1,2% á árinu og að að langtímavöxtur verði á bilinu 2,25 til 2,5 prósent.