Næstkomandi miðvikudag, 13. júní, mun vaxtaákvörðun peningastefnu Seðlabankans verða kynnt. Telur greiningardeild Arion banka að valið standi á milli óbreyttra vaxta og vaxtalækkunar. Þetta kemur fram í markaðspunktum frá bankanum. Greingardeildin telur þó að vöxtunum verði haldið óbreyttum.

Hagfræðideild Landsbankans spáir einnig óbreyttum vöxtum og kemur fram í Hagsjá bankans að mat þeirra sé það að þær hagtölur sem birst hafa frá síðustu vaxtaákvöörðun nefndarinnar séu ólíklegar til að sveigja nefndina til vaxtahækkunar eða vaxtalækknunar.

Síðustu fimm vaxtaákvarðanir peningastefnunefndar hafa verið óbreyttir vextir og í öllum tilvikunum voru allir fimm nefndarmenn sammála um ákvörðunina.