*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 14. mars 2019 11:02

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeild Arion banka spáir því að Peningastefnunefnd SÍ ákveði að halda vöxtum óbreyttum á fundi sínum í næstu viku.

Ritstjórn
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Aðsend mynd

Greiningardeild Arion banka spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveði að halda vöxtum óbreyttum á fundi sínum í næstu viku. Stýrivextirnir verði því áfram 4,5%.

Fundargerðir Peningastefnunefndar beri með sér að yfirleitt velti hún fyrir sér tveimur kostum. Undanfarið hafi valið staðið á milli óbreyttra vaxta eða vaxtahækkunar. Hækkandi raunvextir, hægari vöxtur í innlendri eftirspurn á síðasta fjórðungi 2018, samdráttur í kortaveltutölum og lækkun á verðbólgu úr 3,4% í 3,0% ætti hins vegar að slá hækkun út af borðinu að mati greiningardeildar. Að sama skapi sé erfitt að sjá fyrir sér vaxtalækkun í ljósi stöðunnar á vinnumarkaði og síðustu hagvaxtartalna. Því komi varla annað til greina en að nefndin haldi vöxtum óbreyttum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim