*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 17. ágúst 2018 14:39

Spá stýrivöxtum áfram í 4,25%

Greining Íslandsbanka spáir óbreyttum stýrivöxtum, 4,25%, við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturni.
Haraldur Guðjónsson

Greining Íslandsbanka spáir óbreyttum stýrivöxtum, 4,25%, við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans sem verður þann 29. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í Morgunkorni bankans. Þetta yrði sjöunda vaxtaákvörðunin í röð þar sem vöxtum er haldið óbreyttum ef spáin gengur eftir. 

„Peningastefnunefndin mun nú standa frammi fyrir nokkuð erfiðara mati á réttu aðhaldsstigi en verið hefur upp á síðkastið. Annars vegar hefur verðbólga aukist og verðbólguvæntingar hækkað. Nefndarmenn þurfa því væntanlega að beina sjónum sínum í auknum mæli að því hvort trúverðugleika peningastefnunnar sé ógnað. Á móti virðist sem hraðar kunni að hægja á hjólum ýmissa hluta hagkerfisins á komandi fjórðungum en væntingar voru um fyrr á árinu,“ segir í greingunni.

Það sem mælir helst með hærrri stýrivöxtum er aukin verðbólga undanfarið, hærra verðbólguálag sem og væntingar, mikil óvissa hvað varðar launaþróun á komandi ári og þörf fyrir áframhaldandi peningalegt aðhald á næstunni. 

Rök fyrir lægri stýrivöxtum eru þó þau að verðbólguvæntingar virðast vera enn innan seilingar við markmið, hægari hækkun á íbúðamarkaði, hægari vöxtur þjónustuútflutings, einkaneyslu og fjárfestingar, krónan hefur haldist stöðug og talsverður vaxtamunur er við útlönd. 

Stikkorð: Íslandsbanki Greining
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim