Að meðaltali gera ferðaþjónustuaðilar ráð fyrir tæplega 22% aukningu ferðamanna til landsins í heild næstu tólf mánuði og er bjartsýnin öllu meiri á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi svæðum en á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi.

Tæplega níu af hverjum tíu gera ráð fyrir því að ferðamönnum muni fjölga í sínum landshluta næstu tólf mánuði og er áhugavert að sjá að á Vestfjörðum gera allir svarendur ráð fyrir því að ferðamönnum muni fjölga næsta sumar og 89% í sama landshluta gera ráð fyrir því að ferðamönnum muni fjölga í vetur.

Gengi krónunnar og kjarasamningar eru veigamestu áhættuþættirnir í rekstrinum að mati þátttakenda í könnuninni, sem er e.t.v. ekki að undra í ljósi þess að tekjur þeirra eru mjög tengdar gengisþróun og laun eru stærsti útgjaldaliðurinn hjá þeim flestum. Um 29% þeirra nefna gengisáhættu og 18% kjarasamninga í könnuninni. Er lítill munur á landshlutum hvað þetta varðar, en þó hafa ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu meiri áhyggjur af gengi krónunnar en aðrir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .