*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 24. maí 2018 11:56

Spáir minni hagvexti á næsta ári

Íslandsbanki spáir að hagvöxtur í ár verði 2,6% en spáir síðan 2,4% hagvexti á næsta ári.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturni.
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbanki áætlar að hagvöxtur í ár verði 2,6% en spáir sðan 2,4% hagvexti á næsta ári og síðan aftur 2,6% hagvexti árið 2020. Havöxtur í fyrra var 3,6% og 7,5% árið þar á undan. Vaxtarhraðinn verður í námunda við hagvaxtargetu hagkerfisins og jafnt og þétt mun draga úr framleiðsluspennu. 

Bankinn spáir nú heldur meiri hagvexti heldur en hann gerði í síðustu spá. Ástæðan er sú að horfur eru á að umsvif hins opinbera muni aukast á spátímanum meira en gert var ráð fyrir. 

Ljóst er að hagkerfið sæki í átt að betra jafnvægi á ýmsa mælikvarða og verði þróunin í takt við spá bankans má segja að um allmjúka lendingu verði að ræða eftir býsna hátt og langt flug, kemur fram í spánni.

Þjóðhagsspá Íslandsbanka má lesa í heild sinni hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim