*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 8. desember 2015 15:32

Spánn og Kólumbía deila um galeiðu sem sökk árið 1708

Spænsk galeiða sem sökk árið 1708 hlaðin fjársjóði fannst fyrir ströndum Kólumbíu, en spænska ríkisstjórnin telur sig eiga skipið.

Ritstjórn
Spænsk galeiða.
european pressphoto agency

Spænska ríkisstjórnin heldur því fram að galeiðan San Jose, og farangur hennar, sem sökk árið 1708 sé eign spænsku ríkisstjórnarinnar.

Skipið var í eigu Fillipus V, konungs Spánar á þeim tíma sem það sökk. Skipið var á leið til Spánar þegar breski sjóherinn réðs á það og sökkti því, en það er talið að farangur þess hafi verið fjársjóður frá Suður-Ameríku.

Utanríkisráðherra Spánar, Jose Garcia-Margallo hefur sagt að Spánn vilji leysa málið við Kólumbíu, en að þeir myndu verja hagsmuni sína fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna ef þörf krefur. Kólumbíska þingið samþykkti lög árið 2013 sem segja að öll sokkin skip sem finnast í þeirra landhelgi séu þjóðareign, en þeir telja að um 1.200 sokkin skip séu innan landhelgi Kólumbíu.

Forseti Juan Manuel Santos sagði á blaðamannafundi að hann telji að verðmæti skipsins og farangursins sé um milljarð bandaríkjadala, eða um 130 milljarða króna.

Stikkorð: Spánn Spánn Kólumbía
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim