*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 24. janúar 2017 18:10

Spánverjar áhyggjufullir

Spánverjar óttast að breskum ferðamönnum muni fækka eftir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu.

Ritstjórn
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar.
epa

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur miklar áhyggjur af úrsögn Breta úr Evrópusambandinu.

Áhyggjurnar eru efnahagslegs eðlis, enda eru flestir ferðamenn á Spáni breskir. Auk þess búa um átta hundruð þúsund til ein milljón Breta á Spáni.

Úrsögn gæti leitt til þess að Bretar, sem eru búsettir á Spáni, muni selja fasteignir og minnka dvölina á Spáni. Auk þess óttast Spánverjar að ferðamönnum muni fækka og að viðskipti milli landana verði stífari, þar sem Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki ætla að vera hluti af innri markaði Evrópu.

Yfirvöld í Bretlandi, stefna nú á að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans í marslok. Samkvæmt hæstarétti Bretlands, verður þing landsins þó að hafa samráð um málið.

Á næstu dögum verður því líklegast lagt fram frumvarp til laga, sem heimilar stjórninni að hefja úrsagnarviðræðurnar í lok mars.

Stikkorð: Bretland Spánn Evrópa Spánn