Rut Gunnarsdóttir tekur við starfi regluvarðar Íslandsbanka. Áður fyrr starfaði Rut hjá Fjármálaeftirlitinu á sviði verðbréfa-, lífeyrissjóða- og vátryggingaeftirlits. Hlutverk regluvarðar hefur styrkst mikið eftir hrun og sömuleiðis orðið mun sjálfstæðara en áður. Starfsfólki í regluvörslu hefur fjölgað mikið samhliða þessum breytingum. ,,Regluvörður er lögbundið eftirlitshlutverk í fjármálafyrirtækjum sem sinna verð- bréfaviðskiptum,“ segir Rut um starfið.

Rut er gift Jóni Erni Guðbjartssyni, markaðs- og samskiptastjóra Háskóla Íslands, og saman eiga þau þrjú börn. Spurð hvað henni finnist skemmtilegt að gera utan vinnutíma segir hún að mestur tíminn fari í að sinna yngsta barninu þar sem það er aðeins eins árs en einnig ferðist fjölskyldan mikið. ,,Okkur fjölskyldunni þykir mjög gaman að ganga á fjöll og ferðast innanlands sem utan. Við höfum farið nánast árlega á okkar ,,heimaslóðir“ í Barcelona þar sem við hjónin stunduðum MBA nám. Hér heima förum við svo á Hesteyri á hverju sumri í göngur og afslöppun.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .