*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Innlent 11. apríl 2017 19:02

Sparnaður leitar í skammtímavexti

Heimilin hafa almennt minnkað við hlutdeild sína í hlutabréfasjóðum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þrátt fyrir að þjóðhagslegur sparnaður hafi aukist umtalsvert á síðustu árum, hefur verðbréfaeign heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum dregist saman.

Samkvæmt Greiningardeild Arion banka virðist sparnaðurinn almennt leita í styttri tíma eignir og í háa skammtímavexti.

Bankinn segir eignir peningamarkaðssjóða hafa numið 193 milljörðum króna í febrúar 2017, samanborið við 105 milljarða króna árið áður.

Þessi aukning starf þó ekki af aðsókn heimilanna í hlutabréfaviðskipti, því þau hafa almennt minnkað hlutdeild sína í hlutabréfasjóðum.

Erlendir fjárfestar virðast þó vera að sækja í sig veðrið. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2017 var nýfjárfesting erlendra aðila meiri en allt árið 2016.

Stikkorð: Kauphöll Ísland Sparnaður Markaður