*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 25. september 2013 10:34

Spennandi nýjungar frá BMW

Stjarna bílasýningar um helgina verður án efa nýr og glæsilegur tveggja dyra BMW 428i Coupe

Ritstjórn
Stjarna sýningarinnar.
Aðsend mynd

Þrír nýir BMW bílar verða frumsýndir á sérstakri BMW sýningu í BL nk. laugardag. Um er að ræða BMW 428i Coupe xDrive, BMW 525d xDrive og BMW 320d xDrive Grand Turismo. Bílarnir þrír eru allir mjög sportlegir og auk þess fjórhjóladrifnir.

Stjarna sýningarinnar verður án efa nýr og glæsilegur tveggja dyra BMW 428i Coupe. Nýi fjarkinn er að mestu smíðaður á álgrind eins og 3 línan en er bæði breiðari, lægri og lengri eins og gjarnt er um sportbíla. Með xDrive tölvuvæddu fjórhjóladrifi, 8 gíra sjálfskiptingu og vél sem er 245 hestöfl er hröðunin frá 0 í 100 km 5,8 sek. Nýi 428i Coupe bíllin verður sýndur í sérstakri sport útgáfu með ríkulegum búnaði samkvæmt upplýsingum frá BL.

BMW 525d xDrive er endurbætt útgáfa af 5 línunni sem er næst stærsta útgáfan í fólksbílalínunni frá BMW. Nýr BMW 525d xDrive er eins og nafnið bendir til með fjórhjóladrifi og 218 hestafla dísilvél sem notar einungis 5 lítra af eldsneyti í langkeyrslu.

BMW 320d xDrive Grand Turismo er ný útgáfa í 3 línunni með mikið rými fyrir farþega og farangur. Nýr Grand Turismo er með 2ja lítra dísilvél 184 hestöfl og elsdneytiseyðslu allt niður í 4,5 lítra á hundraði í langkeyrslu. 

Stikkorð: BMW
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim