*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Innlent 21. apríl 2018 14:05

Spölur skilar 747 milljóna hagnaði

Spölur, rekstraraðili Hvalfjarðarganga, innheimti rúmlega 1,5 milljarða króna í veggjöld á síðasta ári.

Ritstjórn
Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar.
Haraldur Guðjónsson

Spölur, rekstraraðili Hvalfjarðarganga, innheimti rúmlega 1,5 milljarða króna í veggjöld á síðasta ári. Hagnaður félagsins nam tæplega helmingi af tekjum þess og nam 747 milljónum króna og jókst um liðlega 112 milljónir króna milli ára.

Heildareignir Spalar námu tæpum 5 milljörðum króna en þar af var eigið fé um 3,3 milljarðar. Eiginfjárhlutfall félagsins var því 66,6%.

Stefnt er að því að hætt verði innheimta veggjald fyrir akstur um Hvalfjarðargöngin í september á þessu ári.

Þá verður Hvalfjarðargöngunum lokað verður frá miðnætti til klukkan sex að morgni aðfaranótt mánudags 23. apríl til og með aðfaranætur föstudags 27. apríl.