Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Gísla Jónssonar ehf., félags í eigu Magnúsar Kristinssonar, athafna- og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að heildarkröfur í þrotabúið hafi numið 175,7 milljónum króna. Alls fengust 27 milljónir upp í veðkröfur, eða 71,29% af lýstum veðkröfum. Ekkert fékkst upp í almennar kröfur, sem námu 137,9 milljónum króna.

Gísli Jónsson ehf. komst í eigu Magnúsar árið 2006, en það var mótorsportfyrirtæki með umboð fyrir fjöldan allan af vörum sem tengdust afþreyingu og mótorsporti. Má þar nefna snjósleða, fjórhjól og sæþotur, utanborðsmótora, báta, tjaldvagna, fellihús og húsbíla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.