Í kjölfar mikillar samkeppni í efnisveitum fyrir tónlist á netinu hefur hið sænska fyrirtæki Spotify hafið viðræður við hið þýska fyrirtæki Soundcloud um yfirtöku.

Nýlega hófu bæði Apple og Amazon að veita streymisþjónustu á netinu.

Soundcloud sterkt í danstónlist

Soundcloud byggði starfsemi sína á því að leyfa tónlistarmönnum að hlaða upp tónlist og deila henni með aðdáendum á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Hefur síðan náð sterkri stöðu í tónlistarheiminum, sérstaklega í danstónlist.

Í mars hóf síðan svo útgáfu á eigin efnisveitu svipaða og sú sem Spotify og Apple bjóða upp á og er fyrirtækið metið á 700 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 80 milljörðum íslenskra króna.

Hvorugt skilað hagnaði

Hingað til hefur fyrirtækið ekki skilað hagnaði, en meðal helstu fjárfesta síðunnar má nefna Twitter.

Tekjur Spotify á yfirstandandi ári hafa verið 2,2 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur 252 milljónum króna, en það hefur samt sem áður ekki náð því að skila hagnaði.

Fyrirtækið býður tónlist ókeypis á netinu með auglýsingum, en auglýsingalaus útgáfa fæst fyrir mánaðarlegt gjald.

Spotify með 40 milljón áskrifendur

Árið 2015 hóf Apple að bjóða upp á sína efnisveitu, en síðan eru mörg smá fyrirtæki eins og Rhapsody, Tidal og Deezer að bjóða upp á svipaða þjónustu.

Greiðandi áskrifendur Spotify eru sem stendur 40 milljón manns, en Apple eru næst stærstir með 17 milljónir.