Klukkan 8:20 á staðartíma, eða klukkan 7:20 í morgun á íslenskum tíma á miðri morgunumferðinni varð sprenging í neðanjarðarlest við Parson Green stöðina í London. Enginn af þeim átján sem fluttir voru til aðhlynningar á sjúkrahús voru með lífshættulega áverka, en sumir slösuðust að því er virðist þegar dauðhræddir farþegar flúðu i ofboði af vettvangi.

Birst hafa myndir af hvítri fötu með eldi og vírum sem virðist hafa verið skilin eftir í neðanjarðarlestinni, og lýstu vitni að eldur hefði blossað upp í vagninum. Yfirvöld voru til að byrja með varkár með yfirlýsingar og sögðu einungis að atburður hafi átt sér stað en síðan hefur Neil Basu yfirmaður hryðjuverkamála hjá lögreglunni lýst því yfir að um hryðjuverk sé að ræða.

„Það er of snemmt að lýsta yfir ástæðu eldsins, sem nú er undir rannsókn. Stöðin mun áfram verða girt af,“ segir í frétt BBC um málið.