*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 21. júní 2018 15:01

SPV var yfirtekinn á undirverði

Landsbankinn greiddi einungis 332 milljónir fyrir eigið fé SPV en niðurstaða dómkvaddra matsmanna er sú að virðið hafi verið 483 milljónir króna.

Ritstjórn
Elliði Vignisson, fráfarandi bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Haraldur Guðjónsson

Niðurstaða dómskvaddra matasmanna er sú að verðmæti eigin fjár Sparisjóðs Vestmannaeyja hafi verið 483 milljónir króna þegar sjóðurinn var yfirtekinn. Landsbankinn greiddi hinsvegar einungis 332 milljónir fyrir eigið fé SPV þannig að mismunurinn er því 151 milljón króna eða 45% af greiddu verði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem hann sendi frá sér í kjölfar þess að matsgerð um virði Sparisjóðs Vestmannaeyja í árslok 2014 liggur nú fyrir.

Vestmannaeyjabær hefur staðið í málarekstri gagnvart Landsbankanum frá því að bankinn tók yfir rekstur Sparisjóðs Vestmannaeyja sem var þá að stóru leyti í eigu íbúa Vestmannaeyja. Loks voru skipaðir dómskvaddir matsmenn og nú liggur niðurstaða þeirra fyrir.

Í matsgerð hinna dómskvöddu matsmanna kemur fram að þeim hafi verið viss vandi á höndum þar sem Landsbankinn veitti ekki fullan aðgang að bókhaldi og afmáði persónugreinanlegar upplýsingar um lántaka. Eftir sem áður telja þeir sig þó geta komist að forsvaranlegri niðurstöðu um mat útlána, þó að óheftur aðgangur hefði styrkt forsendur matsins. 

Allt að einu, þá liggur fyrir ítarleg matsgerð um það að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum of lítið fyrir þau verðmæti sem voru fyrir hendi í SPV. 

Eftir stendur að telja verður sanngjarnt og eðlilegt í ljósi niðurstöðu matsmanna að Landsbankinn greiði stofnfjáreigendum sem að stóru leyti eru heimilin í Vestmannaeyjum í samræmi við niðurstöðuna. 

Elliði segir að lokum að ánægjulegt sé að seinasta opinbera verk sitt sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sé að tilkynna sigur í máli sem snertir hagsmunagæslu fyrir íbúa Vestmannaeyja.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim