Sláturfélag Suðurlands hagnaðist um 179 milljónir og jókst um 19 milljónir króna á milli ára. Rekstrartekjur námu 11,6 milljörðum króna og lækkuðu um 1% milli ára. Vöru og umbúðanotkun nam 5,36 milljörðum og lækkar um tæpan hálfan milljarð milli ára. Launakostnaður var 3,45 milljörðum og hækkaði um rúm 6%. EBITDA nam 790 milljónum króna miðað við 704 milljónir króna árið 2017.

Í uppgjörinu kemur fram að fjárhagsstaða SS sé traust með 57% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,1. Langtímatímaskuldir í lok árs námu tæpum 2 milljörðum króna Næsta árs afborganir eru um 86 milljónir króna.

„Afkoma afurðahluta félagsins batnaði milli ára en veiking krónu á síðari árshelmingi hafði jákvæð áhrif á útflutningstekjur sem og hærra verð á erlendum mörkuðum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi neikvæðum áhrifum af nýjum EB tollasamningi, sérstaklega vegna opnunar fyrir ferskt erlent kjöt. Jákvætt er hins vegar að kindakjötsframleiðslan er að aðlagast betur að innanlandsmarkaði. Kjötiðnaður félagsins stendur traustum fótum og afkoma batnaði á árinu. Ímynd félagsins á markaði er góð og staða lykilvörumerkja sterk sem treystir grundvöll fyrir áframhaldandi uppbyggingu félagsins sem leiðandi aðila á kjötmarkaðnum. Innflutningshluti félagsins er traustur bæði í matvælum sem og í búvörum. Góð tækifæri eru til enn frekari vaxtar enda félagið í samstarfi við leiðandi aðila á sínu sviði,“ segir um horfur í rekstri SS.