*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 24. ágúst 2016 16:18

SS hagnast um 305 milljónir

Á fyrri helmingi ársins eykst hagnaður Sláturfélags Suðurlands, úr 245 milljónum á sama tíma í fyrra, í 305 milljónir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sláturfélag Suðurlands hagnast um 305 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins ásamt dótturfyrirtækjum 245 milljónum króna. 

Neikvæð áhrif af kjötinnflutningi

Í umfjöllun um stöðu fyrirtækisins er þó gert ráð fyrir áframhaldandi neikvæðum áhrifum af innflutningi á kjöti, auk neikvæðra áhrifa af gengisstyrkingu krónunnar á útflutningstekjur.

Jafnframt er talað um að fyrirtækið hafi styrkt stöðu sína á markaði fyrir helstu rekstrarvörur bænda, til að mynda hafi sala á Yara áburði gengið vel sem og að sala á fóðurbætiefnum og öðrum rekstarvörum hafi stöðugt aukist.

Reykjagarður og Hollt og gott efh. hluti samsteypu

Dótturfyrirtækin eru Reykjagarður hf og Hollt og gott ehf, en fyrirtækið keypti 50% hlut í því síðarnefnda þann 31. ágúst 2015 og hefur það verið hluti af samstæðunni frá þeim tíma.

Þó var engin hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga, en árið áður var hlutdeildin neikvæð um 4 milljónir króna.

Aukning rekstrartekna 9% milli ára

Í lok júní nam eigið fé Sláturfélagsins 4.468 milljónum króna, sem er aukning úr 4.189 milljónum við lok síðasta árs.

Rekstrartekjurnar voru 6.235 milljónir króna á fyrri árshelmingi ársins, en 5.712 milljónir króna á sama tíma árið áður. Aukast þær því um 9% á milli ára en aðrar tekjur voru 6 milljónir króna í ár en 2 milljónir króna árið áður.

Launakostnaður hækkaði um meira en fimmtung

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 632 milljónir króna, en á sama tíma í fyrra nam hann 527 milljónum króna.

Milli ára hækkaði launakostnaður um 22%, og fór í 3,3 milljarða króna, en annar rekstrarkostnaður jókst um 8%, en afskriftir jukust um tæp 18%. 

Heildareignir rúmir 8 milljarðar

Heildareignir Sláturfélagsins í lok tímabilsins voru rétt rúmir 8 milljarðar króna, og eiginfjárhlutfallið var 55%, á fyrri hluta ársins nam veltufjárhlutfallið 2,4, en árið áður var það 2,6.

Á árshelmingnum var fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 253 milljónir króna, en 288 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Meðal annars var byggt nýtt 1.500 fermetra vöruhús í Þorlákshöfn og í nýjum vélbúnaði fyrir kjötvinnslu. Eignir fyrir 6 milljónir króna voru seldar.

38 milljónir til stofnfjáreigenda

Greiddur var 12,0% arður af B-deild stofnsjóðs, alls 22 milljónir króna, og reiknaðir 5% vextir á A-deild stofnsjóðs, alls 16 milljónir króna.

A-deild er mynduð af séreignahlutum félagsmanna, og leggst árlega ákveðinn hundraðshluti af andvirði afurðainnleggs hvers félagsmanns eftir nánari ákvörðun félagsstjórnar í A-deild stofnsjóðs.

B-deild er mynduð með sölu á hlutum, en allt hlutafé í B-deild stofnsjóðs hefur verið greitt inn til félagsins. Stofnsjóður A-deildar kemur til útgreiðslu ef aðilar hætta búskap eða ná 70 ára aldri.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim