*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Fólk 6. febrúar 2018 13:52

Staða Arnórs auglýst í febrúar

Í lok mánaðarins verður auglýst eftir umsækjendum um stöðu Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Staða aðstoðarseðlabankastjóra verður auglýst í lok mánaðarins að því er Fréttablaðið greinir frá. Samkvæmt ákvæðum laga um Seðlabankann getur Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri ekki sótt um starfið í þriðja sinn. 

Arnór hefur verið skipaður í starfið tvisvar síðan 1. júlí 2009, en það er forsætisráðherra sem skipar í starfið að undangenginni umsögn þriggja manna hæfnisnefndar.

Sama regla gildir um Má Guðmundsson seðlabankastjóra en seinna skipunartímabil hans rennur út á næsta ári.