Evrusvæðið hefur á undanförnum misserum staðið sig betur en væntingar stóðu til. Aukin bjartsýni er meðal einstaklinga í viðskiptalífinu, hagvaxtartölur fara batnandi og atvinnuleysi er komið undir 10 prósent. Í yfirliti Financial Times um stöðuna, segir að þó að Donald Trump hafi fangað athygli fjölmiðla vegna loforða sinna um aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum hafi evrusvæðið rétt að einhverju leyti úr kútnum án þess að auglýsa það eins mikið.

Síðastliðna fjórtán ársfjórðunga hefur hagkerfi evrusvæðisins farið vaxandi. Þessar upplýsingar eru gjörsamlega á skjön við þá mynd sem er oft birt af evrusvæðinu, sem staðnaða stærð sem stendur sig illa. Haft er eftir Erik Nielsen, yfirhagfræðingi hjá UniCredit í frétt Financial Times, að það komi honum í sífelldu á óvart hversu mikil neikvæði er gagnvart evrusvæðinu. „Neikvæðnin er að mestu byggð á því sem lítur út fyrir að vera yfirborðskennd gögn - eða jafnvel 'valkvæðum staðreyndum',“ segir Nielsen.

Í janúar var nýtt met slegið í atvinnusköpun. Ekki hafa fleiri störf orðið til innan evrusvæðisins í níu ár. Markit vísitalan fyrir evrusvæðið, sem mælir jákvæðni forkólfa viðskiptalífsins, mældist 54,4 stig og hefur farið hækkandi 43 mánuði í röð.

Hægt er að lesa ítarlega greiningu Financial Times um stöðuna innan evrusvæðisins hér.