Haft er eftir Baldri Þórhallssyni stjórnmálafræðingi í frétt á vef Vísis , að Viðreisn sé í lykilstöðu miðað við fyrstu tölur. Hann segir stóru spurninguna vera þá við hvaða flokka Viðreisn kæmi til með að vinna með að loknum kosningum.

Eins og áður hefur komið fram þá hefur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagt að flokkurinn hafi ekki áhuga á því að vinna með núverandi stjórnarflokkum, Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Því er hægt að velta því upp hvort að Viðreisn ákveði að starfa með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá þá er Viðreisn með 10% atkvæða samkvæmt fyrstu tölum og 7 þingmenn — sem er sama tala þingmanna og Framsókn hlyti.