Hægari vöxtur í kínversku hagkerfi og áframhaldandi óvissa á hlutabréfamarkaði þar í landi kann að hafa verulega slæm áhrif á hagvöxt í heimshagkerfinu, að sögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. BBC News greinir frá þessu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að vandræðin í Kína virðist hafa víðtækari áhrif á önnur lönd en búist var við. Þannig hafi þau til dæmis haft mikil áhrif á verð á hrávöru og olíu, sem hafi haft miklar afleiðingar fyrir útflutningslönd á borð við Rússland og Brasilíu.

Þrátt fyrir þetta býst Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn við því að heimshagvöxtur muni verða 3,3% á þessu ári, litlu minni en í fyrra þegar hann nam 3,4%. Spáir hann 2,5% vexti í Bandaríkjunum (var 2,4% í fyrra), 1,5% vexti á evrusvæðinu (0,8% í fyrra) og 6,8% í Kína (7,4% í fyrra).