Katrín Pétursdóttir, hinn skeleggi forstjóri Lýsis, hefur ýmsa fjöruna sopið, en hún hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá árinu 1999, þegar hún keypti Lýsi. Katrín hefur einnig setið í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka á borð við Viðskiptaráð, HR, Glitni og Samtök iðnaðarins.

Hún segir stöðu kvenna í atvinnulífinu á Íslandi rosalega góða. „Það er örugglega hvergi nokkurs staðar í heiminum sem við höfum betri stöðu en hér á Íslandi. Við búum við algjöran lúxus, íslenskar konur í stjórnunarstöðum. Mér finnst skilningur í okkar garð mjög mikill og góður. Karlarnir eru uppfullir af stuðningi,“ segir Katrín.

Jafnræði kemur sér vel

„Þú sérð það að konur eru helmingur neytenda og í 80% tilfella sjá þær um að kaupa vörurnar sem verslað er inn á heimilið. Það hlýtur sér að koma sér vel fyrir öll fyrirtæki að hafa jafnræði meðal stjórnenda og í stjórnum, þannig að bæði sjónarmið komist til skila. Þau fyrirtæki sem hafa jafnræði í stjórnum sýna betri árangur en hin sem eru einsleitari,“ tekur Katrín fram.

Viðtalið við Katrínu má lesa í heild sinni í sérblaðinu Áhrifakonur. Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.