*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 20. ágúst 2016 10:07

Staðfesta bann á sölu til Kínverja

Áströlsk yfirvöld ætla ekki að leyfa Kínverjum að kaupa stærsta raforkukerfi landsins.

Ritstjórn
Ausgrid verður ekki selt til Kínverja.
epa

Áströlsk yfirvöld hafa staðfest þá ákvörðun sína að koma í veg fyrir sölu á stærsta raforkukerfi landsins, Ausgrid, til tveggja kínverskra fyrirtækja af öryggisástæðum.

Fjallað var um málið á VB.is fyrr í mánuðinum, ríkisrekna kínverska rafmagnsdreifingarfyrirtækið og Cheung Kong Infrastructure Holdings (CKI) frá Hong Kong reyndu að kaupa 50,4% ráðandi hlut í Ausgrid, sem er stærsta rafmagnsdreifingarfyrirtæki landsins, staðsett í Nýja Suður Wales. Salan var sett á bið og gagnrýndu kínversk yfirvöld þá ákvörðun.

Scott Morrison, fjármálaráðherra Ástralíu, sagði að salan myndi ekki samræmast áströlskum þjóðarhagsmunum. Því var ákveðið að koma í veg fyrir hana og mun sú ákvörðun líka verða til þess að samband þjóðanna tveggja verður enn stirðara.

Talsmaður kínverska viðskiptaráðuneytisins, Shen Danyang, sagði að ákvörðunin væri afsprengi verndarstefnu og myndi hafa mikil áhrif á vilja kínverskra fyrirtækja til að fjárfesta í Ástralíu. Kína er stærsta viðskiptaþjóð Ástralíu.

Viðskipti að andvirði 7,5 milljarða dala

Ástralska ákvörðunin kemur á sama tíma og Bretland hefur frestað því að samþykkja byggingu kjarnorkuvers við Hinkley Point, en kínverska ríkiskjarnorkufyrirtækið á minnihluta í verkefninu, á svipuðum forsendum.

Salan á rafmagnsdreifikerfinu er talið vera að andvirði 7,5 milljarða Bandaríkjadala, myndi gefa fjárfestunum frá Kína og Hong Kong ráðandi hlut í Ausgrid í 99 ár. Fyrirtækið hefur höfðað til alþjóðlegra fjárfesta því það getur sýnt fram á öruggan jákvæðan hagnað.

Stikkorð: Kína Ástralía Ástralía Kína orka raforka rafmagn
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim