Trond Grande, aðstoðarforstjóri norska olíusjóðsins, segir að líta verði á rúmlega tuttugu ára sögu olíusjóðsins em afar vel heppnað verkefni að sögn Grande.

„Það er engin önnur leið til að horfa á málið. Þú munt vart finna lýðræðisþjóðfélag þar sem stjórnvöld hafa getað sett til hliðar fé á sama tíma og íbúar landsins eru beðnir um að greiða skatta. Flest ríki munu falla í þá gryfju að annaðhvort lækka skatta eða auka útgjöld. En norsk stjórnvöld hafa staðist þá freistingu,“ segir Grande.

Sjóðurinn hafi gert Norðmenn betur undirbúna til að takast á við áskoranir næstu ára. „Stjórnvöld hafa getað varið meira fé í að bæta spítala, skóla og aðra opinbera þjónustu. Á sama tíma hafa Norðmenn geta sparað fyrir framtíðarkynslóðir því Norðmenn eru líkt og aðrar þjóðir að takast á við öldrun íbúa og aukin útgjöld til velferðarmála.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .