Þáttur með oddvitum flokkanna í Suðvesturkjördæmi 20.október á Stöð 2 :

Rósa Björk Brynjólfsdóttir , fyrsta sæti Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi:

„Hinir ríku hafa orðið ríkari á meðan hinir efnaminnstu hafa staðið í stað. Sérstaklega á þessu kjörtímabili.[…] Kaupmáttur allra hefur ekki vaxið.“

Kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjutíunda hefur vaxið á kjörtímabilinu. Mest hefur hann vaxið hjá efstu tíundinni og þeirri neðstu en allir tekjuhópar höfðu meira á milli handanna árið 2015 en árið 2013. Er þá ótalin sú kaupmáttaraukning sem orðið hefur á þessu ári en skv. Hagstofu Íslands hefur kaupmáttur launa vaxið um 6,2% sem af er ári. Þó ekki sé tilgreint hvernig sú aukning skiptist milli tekjutíunda má ætla að kaupmáttur allra tekjuhópa hafi vaxið líkt og undangengin ár.

Fram að Alþingiskosningum þann 29. október næstkomandi mun Viðskiptablaðið vega og meta ummæli sem frambjóðendur flokkanna láta falla á opinberum vettvangi. Ummælin verða sannreynd og niðurstaðan birt. Þessi liður mun birtast á vefsíðu Viðskiptablaðsins og bera yfirskriftina Staðreyndavogin.

Fleiri greinar úr Staðreyndavoginni :