*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 24. júní 2012 15:04

Staðsetning skiptir öllu máli í fasteignamati

15 milljónum getur munað á sama húsi eftir staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu. Á meðfylgjandi myndum má sjá ólík áhrif um land allt.

Ritstjórn

Heildarmat fasteigna í landinu hækkar um 7,4% frá síðasta ári og er heildarmatið nú 4.715 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir 2013.

Það er ekki sama hvar fasteignin er því töluvert munar á verði sambærilegra eigna eftir staðsetningu. Þá er hlutfallsleg breyting fasteignamatsins mismunandi eftir landssvæðum, enda staðsetning, eðli málsins samkvæmt, meðal ráðandi þátta í fasteignamati.

Til að glöggva sig nánar á áhrifum fasteignamatsins getur verið gott að líta á tölurnar. Á þessari Íslandsmynd má sjá breytingu fasteignamats á mismunandi svæðum á landinu. Grænu punktarnir eru staðirnir þar sem hækkunin var mest en rauðu punktarnir eru svæðin sem hækkuðu minnst. Sjá má að úrbætur á samgöngum hafa töluvert að segja en Vestmannaeyjar, Bolungarvík og Fjallabyggð eru dæmi um svæði þar sem fasteignamat hækkar meðal annars vegna bættra samgangna.

Hér má sjá mismunandi verð sömu fasteignar eftir því hvar á höfuðborgarsvæðinu hún er staðsett. Á þessu má meðal annars sjá að fasteignamat á sama húsinu getur verið allt frá 31,6 milljónum á Völlunum í Hafnarfirði til 65,5 milljóna í Þingholtunum í miðbæ Reykjavíkur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Fasteignamat