Nýlega einkavædda japanska fyrirtækið Japan Post var skráð á markað í gær. Hlutafjárútboðið var það stærsta í heimi síðan Alibaba var skráð á markað í september á síðasta ári. Hlutafjárútboðið er einnig það stærsta á árinu 2015 og stærsta sala á fyrirtæki í eigu ríkisins í Japan síðan árið 1987. The Economist greinir frá.

Heildarfjárhæð útboðsins var um 1,9 milljarðar dala, eða um 246 milljarðar íslenskra króna. Boðnir voru hlutir í þremur fyrirtækjum, móðurfélaginu Japan Post Holdings og dótturfyrirtækjunum Japan Post Bank og Japan Post Insurance.

Hlutabréf í móðurfélaginu, Japan Post Holdings hækkuðu um 16,5 á fyrsta degi viðskipta.