Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefur unnið réttinn til þess að halda European Academy of Management (EURAM) ráðstefnuna á Íslandi árið 2018. Ráðstefnan er ein stærsta ráðstefna á sviði viðskiptafræða í Evrópu og stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á þessu sviði á Íslandi. Áætlað er að um 1.200 - 1.400 gestir sæki ráðstefnuna.

Umsóknin var unnin í samvinnu við Háskóla Íslands og Meet in Reykjavík, en jafnframt með stuðningsbréfi frá bæði borgarstjóra og forseta Íslands. EURAM er þekkingarsamfélag sem var stofnað árið 2001 og samanstendur af háskólum í 49 löndum. Félagið miðar að því að efla rannsóknir og þekkingarsköpun í viðskiptafræðum.

Ráðstefnan í ár verður haldin í París, Frakklandi undir yfirskriftinni: Manageble Cooperation.