Whale Safari og Elding munu færa út kvíarnar í maí og fjárfesta fyrir um 300 milljónir króna á Akureyri. Nýtt og einstakt hvalaskoðunarskip kom til landsins í byrjun þessa mánaðar og er nú í slipp. Auk þess verða fluttir til Akureyrar tveir sérsmíðaðir ofurhraðbátar.

"Þetta er alveg pottþétt stærsta fjárfesting í afþreyingu á Norðurlandi, nokkurn tímann. Það hefur aldrei neinn gert svona," segir Torfi G. Yngvason hjá Eldingu/Whale Safari í samtali við Viðskiptablaðið. Um 200 farþegar munu komast fyrir í stóra bátnum sem er sérhannaður til að trufla dýralífið minna og valda minni hávaða. Torfi segir að um sé að ræða þann hvalaskoðunarbát á Íslandi sem tekur flesta farþega.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun, en auk þess verður fylgiritinu Atvinnubílum dreift með blaðinu. Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Ísland er í 20. sæti efnahagsfrelsis í heiminum.
  • Viðvarandi hallarekstur hefur verið á rekstri sveitarfélaganna.
  • Velta listmarkaðar á heimsvísu dróst saman.
  • Fjöldi Airbnb-íbúða í miðbænum hefur farið vaxandi.
  • Pay Analytics sigraði frumkvöðlakeppnina Gulleggið í ár.
  • Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar kallar á mótvægisaðgerðir gegn styrkingu krónunnar.
  • Myndaþáttur af Iðnþingi 2016.
  • Svipmynd af Huldu Bjarnadóttur sem var nýlega ráðinn til Viðskiptaráðs Íslands.
  • Ítarlegt viðtal við Steingrím Birgisson, forstjóra Bílaleigu Akureyrar.
  • Umfjöllun um aðalfund VÍS.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Stefán Ólafsson.
  • Óðinn fjallar um skilyrðislausa grunnframfærslu.