Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélag Warren Buffett, er við það að ganga frá kaupum á fyrirtækinu Precision Castparts fyrir 30 milljarða dali. Financial Times greinir frá þessu.

Fjárhæðin jafngildir um fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna. Samningurinn yrði sá stærsti sem Warren Buffet hefur gert á fjárfestingarferli sínum gangi kaupin í gegn.

Precisi­on Cast­parts fram­leiðir búnað fyr­ir flug-, olíu- og gasiðnað og er markaðsvirði þess um  26,7 millj­arðar dala. Berks­hire Hathaway á þegar um 3% eign­ar­hlut í fé­lag­inu.