Stálskip ehf. hagnaðist um 201 milljón króna árið 2015. Árið 2014 nam hagnaður fyrirtækisins 7,4 milljarða, en það ár nam hagnaður af aflagðri starfsemi 9,2 milljarða. Fram til ársins 2014 var megintilgangur félagsins rekstur frystitogarans Þórs HF.

Eignir Stálskips námu 9,5 milljörðum í lok árs 2015 samanborið við 12,5 milljarða á sama tíma árið áður. Þar af liggja eignir félagsins að stórum hluta í sjóði og bankainnistæðum, um 6,4 milljarður í lok árs 2015.

Eigið fé Stálskips nam 9,3 milljörðum í lok árs 2015. Eigið féð helst nokkuð stöðugt milli ára.

Tveir stærstu hluthafar Stálskipa eru, Guðrún H.Lárusdóttir sem á 23,53% hlut í Stálskipum og Ágúst Sigurðsson sem á einnig 23,53%.Framkvæmdastjóri félagsins er Guðrún H. Lárusdóttir.