*

þriðjudagur, 22. maí 2018
Erlent 7. desember 2017 13:31

Stálu Bitcoin fyrir 7,2 milljarða

4700 Bitcoin var stolið úr veski Bitcoin grafara en rafmyntin náði metgengi í morgun upp á 14.740 dali.

Ritstjórn
epa

4.700 Bitcoin var stolið úr veski fyrirtækisins NiceHash sem grefur eftir Bitcoin eftir að tölvuþrjótum tókst að brjótast inn í kerfi fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur nú stöðvað alla starfsemi a.m.k. næsta sólarhringinn. Bitcoin náði methæðum fyrr í dag en gengi rafmyntarinnar var þá um 14,.90 dalir fyrir hvern Bitcoin. Stuldurinn nemur því andvirði 7,2 milljarða króna miðað við gengi Bitcoin og krónunnar þegar þetta er ritað.

„Augljóslega er þetta mál sem veldur okkur miklum áhyggjum og við vinnum hörðum höndum að því að laga það á næstu dögum,“ er haft eftir tilkynningu frá félaginu á vef The Wall Street Journal en árásin er sögð hafa verið gerð af atvinnuþjófum.