Miðvikudagur, 25. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Standard Chartered neitar ásökunum

7. ágúst 2012 kl. 09:10

Standard Chartered

Bankinn er sakaður um að hafa komið 250 milljörðum Bandaríkjadala í umferð þegar viðskiptabann stóð yfir.

Hlutir í Standard Chartered bankans hafa lækkað um 15% í morgun í London en bankinn hefur neitað þeim ásökunum að eiga viðskipti við íranska banka í viðskiptabanni. Þetta kemur fram á vef BBC.

Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Standard Chartered um að hafa komið 250 milljörðum Bandaríkjadala í umferð þegar viðskiptabann stóð yfir við Íran. Þetta á að hafa staðið yfir í tæpan áratug.

Forsvarsmenn Standard Chartered mótmæla þessu harðlega og eiga að mæta fyrir fjármálaeftirlitið í New York þann15.ágúst og útskýra mál sitt.Allt
Innlent
Erlent
Fólk