Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað matseinkunn Tryggingamiðstöðvarinnar úr BBB- í BBB með stöðugum horfum. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar .

Hækkunin var gerð í kjölfar hækkunar á lánshæfismati íslenska ríkisins. Í tilkynningu Standard & Poor's kemur meðal annars fram að horfur í rekstri TM séu stöðugar og búist sé við því að fyrirtækið muni halda sínu striki og viðhalda góðri eignastöðu sinni.

Hins vegar kemur fram að einkunn TM gæti lækkað aftur, en til þess að það gerist þurfi lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins að lækka fyrst. Þó sé ekki búist við að það gerist.

Tilkynning Standard & Poor's um TM.