*

laugardagur, 18. ágúst 2018
Innlent 12. mars 2018 15:58

Stapi selur í Vodafone og Högum

Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur selt bréf fyrir rúmlega 200 milljónir króna í félögunum tveimur í dag.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur selt eina milljón bréfa í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, og þrjár milljónir bréfa í Högum að því er kemur fram í tilkynningum til Kauphallarinnar.

Þegar markaðir opnuðu í morgun var verð bréfa Haga 43,3 krónur hvert og söluandvirðið miðað við það verð því rétt tæplega 130 milljónir króna. Að sama skapi var verð á bréfum Fjarskipta 72,25 krónur og söluandvirðið því tæpar 73 milljónir króna. Stapi hefur því samtals selt fyrir tæpar 203 milljónir króna í félögunum tveimur í dag.

Fjárfestum er skylt að senda inn tilkynningar þegar þau fara yfir eða undir 5% eignarhlutdeild í skráðum félögum en í báðum tilvikum fór Stapi undir 5% markið.