Starbucks hyggst flytja evrópskar höfuðstöðvar sínar frá Amsterdam til London fyrir árslok. Ástæðan er sú að skattar á fyrirtæki í Hollandi þykja of háir. „þetta þýðir að við munum greiða hærri skatta í Bretlandi,“ segir fyrirtækið í yfirlýsingu. Fulltrúar fyrirtækisins í Bandaríkjunum segja að Bretland sé stærsti markaðurinn í Evrópu.

Starbucks greiddi 5 milljónir punda í fyrirtækjaskatta á síðasta ári. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem fyrirtækið greiddi slíka skatta. Ákvörðun um að leggja skatt á fyrirtækið var tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum.