*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Erlent 28. febrúar 2017 12:14

Starbucks hefja innreið á ítalska markaðinn

Forstjóri Starbucks viðurkennir að ítalski markaðurinn sé ekki sá stærsti, en að Ítalir hafi fullkomnað kaffi löngu áður en Starbucks kom til sögunnar.

Ritstjórn
Howard Schultz, forstjóri Starbucks.
european pressphoto agency

Starbucks opnar nú í Ítalíu í fyrsta sinn og opnar jafnframt kaffibrennslu í Mílan á næsta ári. Fyrirtækið stefnir nú á innreið á ítalskan markað, fæðingastað espressó kaffisins. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

Kaffirisinn hyggst opna 2.370 fermetra verslun í Mílan seint á næsta ári og hefur síðan innreið sína á markaðinn. Þar verður meðal hægt að fá vörur ítalska bakarans Rocco Princi sem og áfengi.

Forstjóri Starbucks, Howard Schultz, sagði í viðtali við Bloomberg að ákvörðunin um að færa sig inn á ítalska markaðinn hafi verið stefnumarkandi. Markaðurinn væri ekki sá stærsti í heimi, en hefði sögulega vigt. „Ítalir fullkomnuðu kaffið langt á undan því að Starbucks kom til sögunnar,“ segir Schultz.

Stikkorð: Ítalía Starbucks innreið kaffimenning
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim