*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 14. júlí 2015 13:09

Starbucks opnar í Suður-Afríku

Kaffihúsakeðjan Starbucks ætlar að opna sinn fyrsta stað sunnan Sahara í Jóhannesarborg árið 2016.

Ritstjórn
Starbucks má finna víða um veröld.

Fyrsta Starbucks kaffihúsið sunnan Sahara í Afríku mun opna á næsta ári eftir að keðjan gerði samkomulag við suður-afrískan umboðsaðila.

Fyrsti Starbucks staðurinn mun opna í Jóhannesarborg árið 2016 og munu fleiri staðir fylgja í kjölfarið. Starbucks rekur yfir 22.000 kaffihús víðs vegar um heiminn og mun staðurinn þurfa að berjast við innlenda samkeppni í Suður-Afríku.

Alþjóðleg fyrirtæki eru farin að sækja til Afríku í meiri mæli og nýta sér þar sívaxandi millistéttina í heimsálfunni.

„Kaffimarkaðurinn hérna er kvikur og vex hratt, við viljum vera hluti af þessum vexti,“ sagði Kris Engskov, framkvæmdastjóri Starbucks, í yfirlýsingu.

Meðal fyrirtækja sem hafa rutt sér til rúms í Suður Afríku eru verslunarkeðjan Walmart. Þá ætlar kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme að opna 31 stað í Suður Afríku á næstu fimm árum.

Stikkorð: Starbucks Afríka kaffi
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim