Starbucks þarf að greiða Kraft Foods 2,76 milljarða dala, tæplega 340 milljarða króna, í skaðabætur og vexti. Kraft byrjaði að selja kaffivörur sem merktar voru Starbucks árið 1998 og náði samningur um söluna til ársins 2014.

Starbucks ákvað hins vegar að slíta samningnum árið 2010, en sakaði Kraft um samningsbrot. Kraft neitaði ásökunum Starbucks og skaut málinu til gerðardóms.

Í gær úrskurðaði gerðardómurinn svo að Starbucks þyrfti að greiða 2,23 milljarða dala í skaðabætur og að auki 527 milljónir dala í lögfræðikostnað og vexti.

Meira má lesa á frétt BBC.