Amazon í Bandaríkjunum stefnir á að skapa 30.000 hlutastörf á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað um málið.

Um 25.000 þessara starfa munu vera í vöruhúsum félagsins, en hin 5000 í þjónustuverum. Þetta bætist við þau 100.000 störf sem Amazon stefnir á að skapa á næstu 18 mánuðum.

Starfsmönnum Amazon hefur fjölgað um 48% milli ára á heimsvísu, en nú starfa um 341.400 einstaklingar hjá fyrirtækinu.

Einstaklingar sem starfa í þjónustuverum Amazon, geta oft á tíðum unnið að heiman.