Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson kynnti í morgun tillögur þverpólitísks starfshóps í húsnæðismálum. Hópurinn hefur starfað í rúmt ár en honum var falið að greiða stöðu á húsnæðismarkaði og vann í framhaldi tillögur að nýjum leiðum í húsnæðismálum í Kópavogi.

Ármann segist vera „ánægður með vinnu starfshópsins og tillögur. Tillögurnar eru raunhæfar og skynsamlegar, í þeim er leitast við að koma á móts við þarfir þeirra sem hafa átt erfitt með að kaupa eða leigja húsnæði, meðal annars vegna lítils framboðs,“

Meginþráður markmiða hópsins er að ýta undir virkari leigumarkað, byggingu minni og ódýrari íbúða og að tryggja skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem þurfa að sækja slíka þjónustu til sveitarfélagsins.

Tillögur hópsins varðandi félaglega kerfið eru að:

  • Uppbygging verði einfölduð með lagabreytingu. Hópurin leggur til að leiguhúsnæði í eigu sveitarfélaga verði undanþegin ákvæðum sveitarstjórnarlaga um skorður við skuldsetningu, en skuldahlutfall laganna er 150%
  • Leigendum í félagslega kerfinu verði gert kleift að kaupa húsnæði sem því hefur verið úthlutað á hagstæðum kjörum fari tekjur þeirra yfir viðmiðunarmörk.
  • Þrepaskipt leiga í staðinn fyrir uppsögn. Hingað til er leigendum félagslegra íbúða sagt upp þegar tekjur þeirra fara yfir viðmiðunarmörk, lagt er til að minnka frekar félagslegan stuðning í formi hækkandi leigu.

Tillögur sem snúa að fjölgum íbúðakosta eru:

  • Fjölgun félagslegra íbúða. Kópavogsbær myndi standa að byggingu á litlum og vel hönnuðum félagslegum íbúðum.
  • Fjölgun íbúða á leigumarkaði. Bærinn leiti eftir samstarfi við lóðarhafa/leigufélög á lamennum markaði til að bjóða upp á minni og ódýrari íbúðir fyrir leigumarkaðinn.
  • Kópavogur bjóði upp á íbúðir til leigu með kauprétti. Hluti leigu myndi nýtast upp í kaup á eign ef kaupréttur væri nýttur innan fimm ára.