Fiskeldi er ört vaxandi atvinnugrein og mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við umhverfið. Í því augnamiði hefur verið skipaður starfshópur á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem skal vinna að heildarstefnumótun fyrir fiskeldi á Íslandi og skal hann ljúka vinnu sinni eigi síðar en 30. júní 2017.

Stefnumótun er nú sérstaklega brýn vegna hins hraða vaxtar greinarinnar. Í henni þarf m.a. að horfa til stjórnsýslu og rannsókna, almennra starfsskilyrða greinarinnar, umhverfismála, hættu á erfðablöndun við villta stofna, sjúkdóma og sníkjudýra,  menntunarmála, gjaldtöku, markaðsmála og efnahagslegrar þýðingar fyrir þjóðarbúið. Verður þetta skoðað bæði út frá eldi í sjó og á landi.

Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi

  • Baldur P. Erlingsson formaður, skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Sigurbjörg Sæmundsdóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneyti
  • Guðmundur Gíslason, tilnefndur af Landssambandi fiskeldisstöðva
  • Kjartan Ólafsson, tilnefndur af Landssambandi fiskeldisstöðva
  • Óðinn Sigþórsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga
  • Bryndís Björnsdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti